Segir Bjarna ekki þora að mæta sér í Kastljósi

Kristrún Frostadóttir.
Kristrún Frostadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að Bjarni Benediktsson, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, muni ekki mæta henni í Kastljósi í kvöld. 

„Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ skrifar Kristrún á Facebook.

Málinu ekki lokið

Hún segir að upphaflega hafi staðið til að þau tvö yrðu samtímis til viðtals en Bjarni hafi síðan ekki treyst sér til þess. 

„Vill ekki eiga orðaskipti við formann stjórnarandstöðuflokks um bankasöluna í beinni sjónvarpsútsendingu. Þessu máli er engan veginn lokið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina