Skortur á hjálparúrræðum fyrir konur

GREVIO segir íslensk stjórnvöld þurfa að huga betur að konum …
GREVIO segir íslensk stjórnvöld þurfa að huga betur að konum í minnihlutahópum, þar á meðal konum af erlendum uppruna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tíðar niðurfellingar á kynferðisbrotamálum og fá úrræði fyrir kvenkyns innflytjendur eru áhyggjuefni að mati nefndar Evrópuráðsins um ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi (GREVIO), samkvæmt fyrstu skýrslu nefndarinnar um stöðu málaflokksins hér á landi.

Þar sem Ísland er aðili að samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum telur nefndin Ísland skuldbundið til að bæta úr málum sem fjallað var um.

„Vakin er athygli á því að konur af erlendum uppruna, konur af landsbyggðinni og konur með fötlun eru í sérstökum áhættuhópi. Tryggja verður að þau úrræði sem eru til staðar nái til þeirra án þess að staða þeirra komi í veg fyrir slíkt. Hlusta þarf á konur og taka verður mark á þeirra upplifun,“ segir í skýrslunni.

Þó hrósar nefndin Útlendingastofnun fyrir að upplýsa kvenkyns innflytjendur um stöðu þeirra og réttindi á Íslandi. „Allar konur og stúlkur undir 16 ára aldri fá að hitta lögfræðing sem upplýsir þær um rétt þeirra og aðgengi að þjónustu á Íslandi, án þess að fjölskyldan sé viðstödd,“ segir þar. Staðan sé ekki sú sama fyrir konur sem koma til þess að giftast á Íslandi. „Lýst er yfir vonbrigðum yfir því að ekki sé boðið upp á sömu úrræði fyrir konur sem giftast íslenskum ríkisborgurum.“

Gögn skortir um málafjölda, ákærur og sakfellingar í heimilisofbeldismálum, sem gerir rannsakendum erfiðara um vik að meta skilvirkni réttarkerfisins í málaflokknum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert