Skýr afstaða til stríðsins

Andrés Ingi Jónsson er varaformaður sendinefndar Íslands.
Andrés Ingi Jónsson er varaformaður sendinefndar Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held að það sé mjög mikilvægt að innan NATO-þingsins sé ekki bara einhver kór jábræðra heldur rúm fyrir fleiri og jafnvel gagnrýnni sjónarhorn,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og varaformaður sendinefndar Íslands. Árlegt NATO-þing fer fram í Madríd á Spáni dagana 18.-21. nóvember en þingið er samræðu- og samráðsvettvangur þingmanna aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Á NATO-þinginu eiga sæti 269 þingmenn frá aðildar­ríkjunum 30, auk þingmanna auka­aðildarríkja. Alls á Ísland þrjá fulltrúa á þinginu.

Úkraína í brennidepli

Andrés tók sæti í nefndinni í upphafi kjörtímabils en hann er sjálfur hernaðarandstæðingur. Þótt hann sé ekki kominn með mikla reynslu af nefndarsetunni segir hann athyglisvert að fá innsýn í hvernig önnur ríki nálgast aðild sína að bandalaginu. „Það er kannski pínu skakkt því mér sýnist oft veljast svona herskáustu þingmenn hvers ríkis inn í nefndirnar gagnvart NATO. Þannig að þetta verða kannski aðeins harðari umræður en við eigum að venjast,“ segir Andrés, sem verður reynslunni ríkari eftir þetta þing, en hingað til hefur hann setið eitt milliþing og nefndarfund.

Innrás Rússa í Úkraínu verður í brennidepli á þinginu og segir Andrés afstöðu Íslands til stríðsins skýra. „Afstaða að mér sýnist allrar Evrópu er mjög skýr; að þetta stríð Rússa gegn Úkraínu eigi ekki að líðast. Ég hef ekki heyrt einn einasta halda öðru fram, til dæmis inni á Alþingi,“ segir Andrés. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »