Ísland stikla á leið fuglaflensu

Fuglaflensan er skæð.
Fuglaflensan er skæð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland var stikla á leið hinnar skæðu asísku fuglaflensuveiru yfir Norður-Atlantshaf, að því er fram kemur í grein í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases.

Talið er að smit hafi borist með farfuglum frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland en fuglaflensuveira af sömu gerð og greinst hefur hér á landi fannst í tveimur svartbökum í Kanada síðla ársins 2021.

„Það er ný sviðsmynd í faraldsfræðinni að fuglaflensa berist frá Evrópu, líklega um Ísland og Grænland, til Norður-Ameríku,“ segir Brigitte Brugger, einn höfunda greinarinnar. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert