Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur óskað eftir fundi „strax“ í utanríkismálanefnd, „vegna árásar Rússa á Pólland“ fyrr í dag.
Frá þessu greinir hún í tísti og tekur fram að hún óski eftir viðveru forsætisráðherra og utanríkisráðherra.
„Samráð við bandamenn okkar er hér lykilatriði. Það hlýtur líka að koma til álita að meta stöðu rússneska sendiherrans á Íslandi,“ skrifar hún.
Áður hefur verið greint frá því að rússneskar eldflaugar urðu tveimur að bana í Póllandi, skammt frá landamærum Úkraínu, síðdegis í dag.
Pólland hefur ekki átt beinan þátt í stríðinu til þessa, en landið er eitt ríkja Atlantshafsbandalagsins.
Boðað hefur verið til funda varnarmála- og öryggisnefnda ríkisins í bæði Póllandi og Ungverjalandi í kjölfarið.
Uppfært: