Lést eftir að eldur kviknaði í húsbíl

mbl.is

Karlmaður lést þegar kviknaði í húsbíl við Lónsbraut í Hafnarfirði snemma í morgun. Tilkynning um eldinn barst um sexleytið.

Lögreglan og slökkvilið fóru strax á staðinn, en bíllinn var alelda þegar að var komið, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Tæknideild lögreglu annast vettvangsrannsókn, þ.e. eldsupptök. Maðurinn sem lést var einn í bílnum þegar eldurinn kom upp.

Fram kemur að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is