Meta frekari skriðuhættu með aðstoð dróna

Á myndum sem lögreglan tók sést vel umfang skriðunnar.
Á myndum sem lögreglan tók sést vel umfang skriðunnar. Ljósmynd/Lögreglan

Eftirlitsmaður frá Veðurstofunni hefur verið að störfum í morgun ásamt lögreglu á vettvangi þar sem aurskriða féll á Grenivíkurveg. Hefur lögreglan myndað umfang skriðunnar með dróna og flogið yfir hlíðar fjallsins til að safna gögnum fyrir sérfræðinga Veðurstofunnar, en búist er við að vinna beggja aðila muni standa fram í myrkur. Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi eystra á Facebook-síðu sinni.

Gögnin verða notuð til að meta líkur á frekari aurskriður og í framhaldi af því verða teknar ákvarðanir um hvort óhætt sé að ryðja aurnum af veginum og opna hann fyrir umferð. Þangað til verður vegurinn lokaður, en á meðan er opið um hjáleið um Dalsmynni.

Skriðan féll niður á Grenivíkurveg.
Skriðan féll niður á Grenivíkurveg. Ljósmynd/Lögreglan
Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Ljósmynd/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert