Áformin umdeild

Íbúafundur um fyrirhugaða uppbygginu og starfsemi Íslandsþara á Húsavík.
Íbúafundur um fyrirhugaða uppbygginu og starfsemi Íslandsþara á Húsavík. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Um það bil 200 manns mættu á íbúafund á Fosshóteli á Húsavík, sem Íslandsþari ehf. og Norðurþing buðu til síðdegis í gær, þar sem rætt var um úthlutun lóða á hafnarsvæði bæjarins til Íslandsþara og kynnt var fyrirhuguð uppbygging og starfsemi. Áformin um þaravinnslu eru umdeild í bænum.

„Þetta var mjög góður fundur og umræðan hefur verið mikil. Eðlilega vakna ýnsar spurningar um þetta verkefni,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Spurður um áhyggjur íbúa af staðsetningu verksmiðjunnar, segir Hjálmar: „Þar sem þeir eru að óska eftir lóð í dag er áætlað geymslusvæði.

Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Við getum alveg velt því fyrir okkur hvort er smekklegra eða fallegra varðandi alla ásýnd. Að sjálfsögðu munum við gera kröfu um það að ásýndin sé hin besta.“ Örlygur Hnefill Jónsson, íbúi á Húsavík, gagnrýnir staðsetningu verksmiðjunnar við höfnina. „Það þarf að fara varlega með alla svona starfsemi gagnvart þeirri íbúðabyggð sem fyrir er,“ segir hann og bætir við: „Það er verið að éta það athafnapláss sem er þarna, með stórfelldum iðnaði í miðju íbúðahverfi.“

Forsvarsmenn Íslandsþara segja að ekki þurfi að óttast lykt frá lífmassaverinu fyrir stórþara. Magni Þór Geirsson, stjórnarformaður Íslandsþara, segir að áform fyrirtækisins hafi breyst. Upphaflega hafi verið ætlunin að þurrka blöð þarans. Hætt hafi verið við það og verða þau unnin á sama hátt og stilkarnir til að ná út úr þeim verðmætum efnum, alginötum. Engin lykt komi frá þeirri vinnslu.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert