Húsfélaga bíður ærið verkefni

Miklar breytingar verða á sorphirðu á næsta ári.
Miklar breytingar verða á sorphirðu á næsta ári. mbl.is/Getty

Á næsta ári verður farið í breytingar á sorphirðu í samræmi við lög sem kennd eru við hringrásarhagkerfi. Mun þetta gera það að verkum að hvert heimili þarf að koma upp áttfaldri flokkun og finna þarf fjórum flokkum pláss í sorpgeymslum.

Innleiðingin mun hefjast í maí á næsta ári og eru verklok áætluð í október. Húsfélaga bíður því mikið verkefni við að halda utan um sorphirðu og telur framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, sem þjónustar um 700 húsfélög, að mörg þeirra verði í vandræðum með að koma nýju tunnunum fyrir. Þau húsfélög þurfi þá e.t.v. að ráðast í breytingar, t.d. að byggja sorpgerði utandyra.

Heimilin eiga að taka upp flokkun á lífrænum úrgangi og verður hverju þeirra úthlutað sérstökum pappírspokum og körfum undir þá. Búist er við að körfurnar verði 92 þúsund og búið er að panta tvær milljónir pappírspoka. Þetta kom fram á kynningarfundi Eignaumsjónar þar sem fulltrúar frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SORPU og Reykjavíkurborg kynntu forsvarsmönnum húsfélaga komandi breytingar. Þangað mættu 130 manns enda eru sorphirðumál húsfélögum iðulega ofarlega í huga.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert