Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Minningardagur verður haldinn í dag.
Minningardagur verður haldinn í dag. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn í dag. Í ár verður sérstök áhersla lögð á öryggi óvarinna vegfarenda og einnig munu nokkrir einstaklingar segja frá reynslu sinni að hafa valdið banaslysi í umferðinni. Táknrænar minningarstundir verða haldnar hringinn í kringum landið af þessu tilefni.

Dagskrá viðburða er á vefnum minningardagur.is, að því er segir í tilkynningu.

Minningarathöfn verður haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kl. 14, eftir þriggja ára hlé vegna faraldursins. Öllum er velkomið að taka þátt í athöfninni.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, flytja ávörp og að venju verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í.

Jónína Snorradóttir frá Vestmannaeyjum flytur ávarp við athöfnina og segir þar frá sárri reynslu sinni að hafa orðið völd í banaslysi í Eyjum fyrir þrjátíu árum. Fleiri standa í þeim sporum og munu segja frá reynslu sinni í tengslum við minningardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert