Fresturinn framlengdur til 6. desember

Framkvæmdir standa yfir í Hagaskóla.
Framkvæmdir standa yfir í Hagaskóla. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Frestur til að ljúka úrbótum á bráðabirgðahúsnæði Hagaskóla í Ármúlanum í Reykjavík hefur verið framlengdur til 6. desember. 

Fresturinn sem Slökkvilið Reykjavíkur gaf Reykjavíkurborg átti að renna út 16. nóvember en bæta þurfti úr ýmsu í sambandi við brunavarnir. Vegna myglu sem uppgötvaðist í húsnæði Hagaskóla var brugðið á það ráð að kenna hluta nemenda í Ármúlanum eins og fram hefur komið eða í húsnæði þar sem Borgun var áður til húsa. Húsnæðið sem notað er und­ir kennslu nem­enda Haga­skóla í Ármúlanum fór ekki í samþykkt­ar­ferli hjá bygg­ingar­full­trúa og var þess vegna ekki yf­ir­farið af slökkviliðinu áður en kennsla hófst þar.

Framkvæmdir standa yfir í Hagaskóla.
Framkvæmdir standa yfir í Hagaskóla. mbl.is/Hákon Pálsson

Að sögn Einars Bergmanns Sveinssonar, fagstjóra forvarnarsviðs hjá Slökkviliði Reykjavikur, er útlitið orðið nokkuð gott. 

„Þau hafa staðið við allt hingað til og upplýsa okkur alltaf ef tafir verða á einhverjum þáttum. Samvinnan hefur verið góð og hrósa má borginni fyrir hversu vel hefur verið brugðist við. Byggingarfulltrúi kom að borðinu rétt eins og við og það fannst farsæl lausn á mjög stuttum tíma. Þau hafa unnið hörðum höndum að því að uppfylla þær kröfur,“ sagði Einar í samtali við mbl.is í dag. 

mbl.is