Herjólfur sigldi frá Þorlákshöfn eftir bilun

Herjólfur á siglingu.
Herjólfur á siglingu. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Herjólfur sigldi frá bryggju í Þorlákshöfn kl. 2.15 í nótt og var áætluð koma til Vestmannaeyjaeyja um kl. 5.15.

Ferjan var föst í Þorlákshöfn í gærkvöldi eftir að bilun kom upp í stefnishurð.

Haldið verður áfram viðgerðum í stefnishurðinni í Vestmannaeyjum, að því er kemur fram á Facebook-síðu Herjólfs.

Siglingar falla niður fyrrihluta mánudags vegna viðhalds. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag, þá verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15 í dag.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert