Nýtt lögreglufrumvarp Jóns samþykkt á ríkisstjórnarfundi

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögreglulögum, sem verið hefur nokkuð í umræðunni, var tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. 

Unnið hefur verið að frumvarpinu um hríð en þar er meðal annars að finna forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu eins og fram hefur komið hjá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. 

Ríkisstjórnin afgreiddi frumvarpið á fundinum í morgun og gera má ráð fyrir að þingmenn fái það í hendurnar á næstu dögum í þingflokkunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert