Eiður Smári gerir nú út sjö sendibíla

Eiður Smári Björnsson.
Eiður Smári Björnsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mig langaði alltaf til þess að verða minn eigin herra og hafa umsvif. Draumurinn rættist og raunar hefur framvindan verið hraðari en ég nokkru sinni vænti,“ segir Eiður Smári Björnsson vöruflutningabílstjóri.

Hann rekur fyrirtækið EB-flutninga sem hafa verið í jöfnum vexti að undanförnu. Á götum borgarinnar má stundum sjá á ferðinni bíla merkta fyrirtækinu; en þeir eru nú orðnir alls sjö.

Einkaframtak í hnotskurn og bókmenntalegt stef. Stefnt er hátt en byrjað smátt. Gangurinn er rólegur til að byrja með en svo hefst vöxtur og viðgangur. „Í gegnum fyrri störf sem bílstjóri hjá flutningafyrirtækjum vissi ég aðeins hvernig þessi bransi virkaði og með þann lærdóm fór ég af stað,“ segir Eiður Smári.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert