Gervieldur tendraður og rými fyllt með sviðsreyk

Björgun fólks úr byggingunum var æfð en um tíu slökkviliðsmenn …
Björgun fólks úr byggingunum var æfð en um tíu slökkviliðsmenn tóku þátt í æfingunni. Ljósmynd/Aðsend

Slökkvilið Akureyrar hóf þátttöku í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í dag með rýmingar- og björgunaræfingu í Borgum og Háskólanum á Akureyri.

Hundruð starfsmanna og nemenda rýmdu byggingarnar og söfnuðust saman á söfnunarsvæðum en um tíu slökkviliðsmenn tóku þátt í æfingunni. Tendraður var gervieldur og rými fyllt með sviðsreyk og björgun fólks úr byggingunum æfð. Æfingin gekk vel fyrir sig og má hér sjá myndskeið af rýmingaræfingum.

Gunnar Rúnar Ólafsson, varaslökkviliðsstjóri á Akureyri, segir æfinguna hafa gengið vel fyrir sig og hafi skilað tilætluðum árangri.

„Æfingin gekk mjög vel fyrir sig og eins og æfingar eiga að vera þá lærðu menn af mistökum. Heilt yfir þá gekk þetta mjög vel, skólinn var rýmdur og örugglega á annað hundrað manns sem við rýmdum,“ segir Gunnar.

Tendraður var gervieldur og rými fyllt með sviðsreyk á æfingunni.
Tendraður var gervieldur og rými fyllt með sviðsreyk á æfingunni. Ljósmynd/Aðsend
Æfingin gekk vel fyrir sig og skilaði tilætluðum árangri.
Æfingin gekk vel fyrir sig og skilaði tilætluðum árangri. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is