Mannfjöldi á kveðjuhófi Stjörnutorgs

Aðsend ljósmynd/Bent Marinósson.

Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Stjörnutorgi í dag þegar kveðjuhóf var haldið vegna lokunar svæðisins,sem starfrækt hefur nú verið um 23 ára skeið. Veitingastaðir buðu upp á tilboð, GústiB var DJ auk þess sem tónlistarmennirnir Birnir, Jón Arnór og Baldur skemmtu. 

„Það var gríðarlega góð mæting yfir tvö þúsund gestir mættu,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, og bætir við að 400 bíómiðar sem Kringlan dreifði hafi horfið eins og dögg fyrir sólu.

Það var fullt á Stjörnutorgi á kveðjuhófinu og margir nýttu …
Það var fullt á Stjörnutorgi á kveðjuhófinu og margir nýttu sér tilboð dagsins og vonuðust eftir bíómiðum. Aðsend ljósmynd/Bent Marinósson.

Nú stendur til að nýtt svæði kallað Kúmen muni taka við og er það kynnt sem bæði veitinga- og afþreyingasvæði.

„Auðvitað eru blendnar tilfinningar að kveðja svo rótgróin stað sem á  sess í huga margra eftir 23 ár.  Það munu eflaust einhverjir sakna torgsins en svo margt spennandi kemur í staðinn að það verður vonandi fljótt að fyrirgefast,“ segir Baldvina.

Kúmen opnar á föstudaginn

Ekki hverfa þó allir veitingastaðir Stjörnutorgs því áfram verða í Kúmen mathöll Kringlunnar staðirnir Te og Kaffi, Kore, Rikki Chan, Finnsson Bistro, Local, Sbarro,Serrano og Subway auk Kringlukrárinnar. Svo bætast fleiri staðir í flóruna en gert er ráð fyrir 17 veitingastöðum á svæðinu.

Þessir ungu menn borðuðu sína síðustu máltíð á Stjörnutorgi í …
Þessir ungu menn borðuðu sína síðustu máltíð á Stjörnutorgi í lok hátíðarinnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Baldvina segir ástæðuna fyrir nafnabreytingunni vera þá að Kúmen verði miklu stærra konsept heldur en Stjörnutorgið var. Mathöllin mun ná yfir stærra svæði og verður líka á svokölluðum bíógangi og nýtt Ævintýraland og barnagæslusvæði verður opnað í desember og í sama mánuði mun líka opna nýr VIP-bíósalur Sambíóanna sem smíðaður er upp úr þaki Bíógangsins.

Gangur sem liggur frá Stjörnutorgi yfir í leikhús og bókasafn, …
Gangur sem liggur frá Stjörnutorgi yfir í leikhús og bókasafn, hefur einnig fengið á sig nýja mynd og er nú bleikur. Markaðsteymi Kringlunnar, frá vinstri: Aldís, Baldvina, Camilla og Karen. Aðsend ljósmynd/Bent Marinósson.

„Svo verður opnað nýtt afþreyingarsvæði á næsta ári, en það er of snemmt að gefa upp um hvað ræðir," segir Baldvina.

Alltaf gaman í Kringlunni, en nú verður breyting á 3ju …
Alltaf gaman í Kringlunni, en nú verður breyting á 3ju hæðinni eftir að Stjörnutorg hættir og Kúmen veitinga- og afþreyingasetur tekur við. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Aðsend ljósmynd/Bent Marinósson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert