Óvæntur gjörningur Amnesty í Kringlunni

Gjörningahópurinn R.E.C. fór vítt og breitt um Kringluna til að …
Gjörningahópurinn R.E.C. fór vítt og breitt um Kringluna til að vekja athygli á mannréttindabrotum sem framin hafa verið á tíu einstaklingum, en herferð Amnesty er að vekja athygli á þeim málum og biðja fólk um að skrifa undir mótmælendalista á netinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Uppákoma var síðdegis í Kringlunni í dag þegar stór hópur listafólks kom fram til að vekja athygli á árlegri alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi, sem núna 2022 er helguð tíu einstaklingum sem sætt hafa mannréttindabrotum vegna friðsamlegra mótmæla.

Senjorítukórinn sungu ásamt Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur við undirleik Margrétar Arnardóttur …
Senjorítukórinn sungu ásamt Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur við undirleik Margrétar Arnardóttur harmonikkuleikara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Senjorítukórinn söng lagið Lög og regla eftir Bubba Morthens, en kórinn skipa fjörutíu konur og sungu þær ásamt Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur við undirleik Margrétar Arnardóttur harmonikkuleikara.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Einnig kom listahópurinn R.E.C. Arts Reykjavík og var með gjörning víðs vegar um Kringluna.

Mikilvægi tjáningarfrelsisins

Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International og Matthías Tryggvi Haraldsson úr Höturum töluðu um mikilvægi tjáningarfrelsisins og Una Torfadóttir söngkona flutti nokkur lög.

Ungliðar í Amnesty gengu um Kringluna og buðu gestum og gangandi að skrifa undir undirskriftalista vegna málanna tíu. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í ár var sérstaklega ákveðið að efna til samstarfs við listamenn á ólíkum aldri til að vekja athygli á herferð samtakanna Þitt nafn bjargar lífi.

Fangelsuð fyrir að skipta út verðmiðum

Rússneska listakonan ALeksandraSkochilenko situr nú í fangelsi við hörmulegar aðstæður fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Hún var fangelsuð fyrir að skipta út verðmiðum í stórmarkaði í Rússlandi, með miðum með upplýsingum um innrásina. Hún getur átt von á tíu ára fangelsi fyrir mótmælin.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimm ára fangelsi á Kúbu

Kúbverski listamaðurinn Luis Manuel Otero er annað mál. Hann birti myndband á netinu í júlí 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í höfuðborginni Havana. Hann var handtekinn áður en kom að mótmælunum og dæmdur í fimm ára fangelsisvist.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Áttræð kona deyr af völdum táragassprengju 

Zineb Redoune lét lífið þegar lögregla kastaði táragassprengju að heimili hennar þegar hún var í þann mund að loka glugganum í desember 2018. Mótmæli voru á götunni og táragassprengja lögreglunnar hæfði Redoune í andlitið og hún lést af sárum sínum stuttu síðar. 

Hér hefur aðeins verið tæpt á þremur af málunum tíu. Hægt er að lesa meira um þau á  vefsíðu Amnesty.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert