Skjálftar í Öræfajökli koma nokkuð á óvart

Sjálftavirkni í Öræfajökli hefur ekki veirð meiri frá því í …
Sjálftavirkni í Öræfajökli hefur ekki veirð meiri frá því í október 2018. mbl.is/RAX

Skjálftavirkni í Öræfajökli hefur ekki verið meiri frá því í október 2018 en haustið 2017 og fram til byrjunar árs 2019 urðu hrin­ur í fjall­inu með nokkru milli­bili. Síðan þá hef­ur verið frek­ar ró­legt á þess­um slóðum.

Skjálfta­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands seg­ir í samtali við mbl.is að skjálftarnir í Öræfajökli komi nokkuð óvænt þar sem það hefur verið frekar rólegt á þessum slóðum í frekar langan tíma.

„Við höfum ekkert frekari upplýsingar en skjálftana en það er ekkert í óróagögnunum sem gefur til kynna að eitthvað mikið sé að gerast heldur að þetta séu stakir skjálftar, frekar stórir og á þó nokkru dýpi. Það er engin smáskjálftavirkni komin í þetta.“

Veðurstofan hefur ekki ennþá ráðist í að taka gervitunglamyndir en rætt verður frekar um næstu skref í dag eða á morgun. Að sögn skjálftafræðings á Veðurstofu Íslands mun allt kerfið fara í gang ef virknin eykst, skjálftar verða tíðari og smærri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert