Aldrei verið meiri gæsla í miðbænum

Umræða hefur verið í gangi í vikunni um að búast …
Umræða hefur verið í gangi í vikunni um að búast megi við áframhaldandi átökum í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur um helgina. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Auðvitað tökum við öllum viðvörunum alvarlega en ég held ekki að fólk þurfi að óttast það að koma í bæinn um helgina. Gæslan hefur aldrei verið meiri og lögreglan ætlar að vera mjög sýnileg,“ segir Arnar Þór Gíslason veitingamaður.

Umræða hefur verið í gangi í vikunni um að búast megi við áframhaldandi átökum í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur um helgina.

Sem kunnugt er hafa fjölmargir verið handteknir vegna málsins og árásir í fyrrinótt þykja benda til þess að því sé hvergi nærri lokið.

Lögregla hefur lagt áherslu á að almennum borgurum stafi ekki ógn af og Arnar Þór tekur undir það.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »