Eldur kviknaði í heimahúsi

Eldur kviknaði í heimahúsi.
Eldur kviknaði í heimahúsi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kviknaði í heimahúsi í hverfi 104 í dag. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að eldurinn hafi kviknað út frá eldavél og að hann hafi verið óverulegur.

Lögreglu bárust tilkynningar um þjófnað í verslun í miðbænum og um innbrot í heimahúsi í hverfi 105 og í hverfi 108.

Þá þurfti að kalla lögreglu til vegna heimilisófriðar í hverfi 105 í dag.

mbl.is