Leggja sitt að mörkum til að greiða fyrir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fundinn með samningsaðilum í Stjórnarráðinu í …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fundinn með samningsaðilum í Stjórnarráðinu í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hvers vegna þarf þrefalt hærri stýrivexti hér en í Evrópu til að vinna gegn verðbólgu sem er sú næstlægsta í álfunni?“ spurði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að hækka vexti bank­ans um 0,25 pró­sent­ur.

„Ísland er lítið hagkerfi og okkar gjaldmiðill er lítill. Við sjáum meiri sveiflur í slíku hagkerfi en stærri hagkerfum. Það getur verið kostur og það getur verið galli,“ sagði Katrín og bætti við að ef að ætti að ræða gjaldmiðil og peningastefnu þá þyrfti að ræða stóra samhengið. 

Fylgjast með stöðunni í dag

Hún sagði að tveir valkostir væru í boði. Annars vegar að styrkja þau tæki sem við höfum til þess að stýra hinu íslenska hagkerfi og hins vegar aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru. 

„Það felur auðvitað miklu meira í sér en eingöngu breytingar á peningastefnunni.“

Katrín benti á að Seðlabankinn væri sjálfstæður í sínum störfum, „en vegna þess að staða kjaraviðræðna er viðkvæm þá sáum við það að þessi ákvörðun hafði mikil áhrif inn í kjaraviðræður sem stóðu yfir í Karphúsinu í gær og af þeim sökum óskað ég eftir fundi með aðilum vinnumarkaðarins í morgun, þar sem við fórum yfir stöðuna, því ég tel að það væri mikill hagur okkar allra almennings í þessu landi – ef unnt verður að halda frið á vinnumarkaði – og í þeim efnum hafa stjórnvöld lýst sig reiðubúin til samtals til þess að leggja sitt að mörkum til að greiða fyrir mögulegum kjarasamningum. Við munum fylgjast mjög grannt með stöðunni í dag.“

Veita aðhald í ríkisrekstri 

Þorbjörg sagði þá að gjaldmiðillinn væri hluti af stóru myndinni og að ríkisstjórnin bæri mikla ábyrgð í að halda verðbólgunni í skefjum með aðhaldi í ríkisrekstri. 

Katrín benti á að hagvöxtur í mörgum ríkjum Evrópusambandsins hefur verið mun minni en hér á landi. 

„Ríkisstjórnin er að leggja sitt af mörkum til þess að beita aðhaldi í ríkisrekstri í því fjárlagafrumvarpi sem hér var lagt fram. Seðlabankinn hefur verið að beita tækjum,“ sagði Katrín og ítrekaði að Seðlabankinn væri sjálfstæður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert