Nýr lífsstíll unga fólksins

Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, einn eigenda nýs þvottahúss við Grettisgötu.
Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, einn eigenda nýs þvottahúss við Grettisgötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við opnuðum fyrir þremur vikum síðan og það hefur komið í ljós að mikil þörf var fyrir þjónustu sem þessa. Hér hefur verið mjög mikið að gera,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, einn eigenda nýs þvottahúss við Grettisgötu.

Um er að ræða svokallað laundromat eða myntþvottahús eins og það gæti kallast á íslensku.

Slíka starfsemi er að finna á öðru hverju götuhorni í stórborgum úti í heimi en Íslendingar hafa ekki átt því að venjast að geta gengið að þess háttar þjónustu, ef undan er skilinn kjallarinn á veitingastaðnum The Laundromat Café í Austurstræti.

Þvottahús Kristínar, sem hún rekur með Geir bróður sínum, kallast Wash og er til húsa að Grettisgötu 3, við hliðina á Þráni skóara. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »