63% treysta ekki ríkisstjórninni til að selja

Aðeins 16% treysta ríkisstjórninni vel til þess að selja restina …
Aðeins 16% treysta ríkisstjórninni vel til þess að selja restina af eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka í könnun Maskínu. Samsett mynd

63% svarenda í könnun Maskínu treysta ríkisstjórninni illa til þess að selja restina af eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka. 

Aðeins 16% sögðust treysta ríkisstjórninni vel í þetta verkefni en 21% í meðallagi.

Könnunin fór fram 18.-22. nóvember og voru svarendur 987 manns.

Í niðurstöðum könnunarinnar kemur einnig fram að 61% svarenda séu fylgjandi því að Alþingi setji á laggirnar rannsóknarnefnd til þess að skoða söluna á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. 

12% voru andvíg hugmyndinni en 27% svöruðu hvorki né.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert