Lögregla var kölluð út á ellefta tímanum í morgun þegar að einstaklingur klemmdist við vinnu á lyftara með þeim afleiðingum að hann slasaðist á fótum. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Klukkan 12.14 varð umferðaslys á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima þegar að „rafskútu verið ekið í veg fyrir bifreið.“ Í dagbókinni segir að ökumaður rafskútunnar hafi fótbrotnað en hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Þá var tilkynnt um umferðarslys í Vogahverfinu í Reykjavík laust eftir klukkan 14 en þegar að lögregla koma á vettvang var ökumaður á bak og burt. Í ljós kom að bifreiðinni hafði verið stolið og var hún talsvert mikið skemmd. Hún var flutt með dráttarbifreið af vettvangi.
Lögreglu barst önnur tilkynning um vinnuslys í verslun í austurhluta borgarinnar en þar hafði einstaklingur skorið sig mjög illa við vinnslu á matvælum. Sá var einnig fluttur á slysadeild til aðhlynningar.