„Þessar viðvaranir snúa aðallega að þeim ferðamönnum sem eru staddir á landinu. Ég held að þetta sé tilfallandi ástand en ekki viðvarandi,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um viðvaranir sendiráða Bretlands og Bandaríkjanna til ríkisborgara landa sinna um að fara varlega í miðborg Reykjavíkur um helgina.
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa skjáskot með skilaboðum verið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem varað er við yfirvofandi hefndarárás í miðborginni næstu helgi.