Rannsaka banaslys á Selfossi

Hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.
Hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Suðurlandi er með banaslys til rannsóknar en ekki er grunur um saknæmt athæfi. 

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti við mbl.is að andlátið sé til rannsóknar eins og lögreglu beri að gera og sé rannsakað sem slys. 

RÚV fjallaði fyrst um málið í morgun. Slysið átti sér stað á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi fyrr í mánuðinum. 

mbl.is