Stóraukið eftirlit í miðbænum

Eins og má sjá er viðbúnaður lögreglu mikill.
Eins og má sjá er viðbúnaður lögreglu mikill. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með stóraukið eftirlit og viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur og víðar í kvöld og um helgina. 

Viðbúnaðurinn kemur í kjölfar stunguárásarinnar á Bankastræti Club á fimmtudaginn í síðustu viku og skjáskota sem hafa dreifst um samfélagsmiðla um fyrirhugaðar hefndarárásir um helgina. 

Í vikunni var kastað reyksprengju inn á skemmtistaðinn Paloma og í fjölbýlishús, verknaðurinn er talinn tengjast hefndum vegna stunguárásarinnar. 

mbl.is