Telja stjórnvöld brjóta gegn mannréttindalögum

Íslandsdeild Amnesty fordæmir beitingu einangrunarvistar gegn börnum.
Íslandsdeild Amnesty fordæmir beitingu einangrunarvistar gegn börnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsdeild Amnesty International fordæmir beitingu einangrunarvistar gegn börnum í gæsluvarðhaldi í öllum tilfellum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni.

Þar er líklega verið að vísa til þess að sautján ára drengur sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina á Bankastræti Club í síðustu viku.

Í tilkynningu segir að beiting einangrunarvistar gegn börnum sé skýrt brot gegn alþjóðlegum mannréttindalögum og viðmiðum. Stjórnvöld brjóti gegn alþjóðlegu banni við pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu segir þar einnig.

„Í áliti nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum í maí 2022 er lýst áhyggjum að börn hafi sætt einangrun í gæsluvarðhaldi á Íslandi. Í tilmælum nefndarinnar til íslenskra stjórnvalda eru þau hvött til aðlaga íslensk lög að alþjóðlegum lagaramma sem leggur bann við beitingu einangrunarvistar gegn einstaklingum undir lögaldri.  

Íslandsdeild Amnesty International hvetur stjórnvöld að bregðast við tilmælum nefndarinnar og endurskoða laga- og verklagsramma svo tryggt sé að börn sæti aldrei einangrun í gæsluvarðhaldi í samræmi við alþjóðleg mannréttindalög,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is