Þráðurinn í kjaraviðræðunum tekinn upp á þriðjudag

Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á fundi …
Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á fundi í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfsgreinasambandið hefur ekki slitið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en ekki verður fundað allra næstu daga. 

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, tjáði mbl.is að næst verði fundað á þriðjudaginn. Formannafundur var haldin hjá SGS í morgun. 

SGS, Landssamband íslenskra verslunarmanna og Verslunarmannafélag Reykjavíkur hafa verið í samfloti í viðræðunum við SA en viðræðunum var vísað til Ríkissáttasemjara hinn 14. nóvember. 

Fundurinn á þriðjudaginn verður með Ríkissáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins. VR fær væntanlega einnig fundarboð þótt VR hafi slitið viðræðum við SA eins og fram kom í dag. 

Aðalsteinn Leifsson gegnir embætti ríkissáttasemjara.
Aðalsteinn Leifsson gegnir embætti ríkissáttasemjara. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert