Tíu sleppt úr gæsluvarðhaldi og sex enn í haldi

30 hafa verið handtekin í tengslum við málið.
30 hafa verið handtekin í tengslum við málið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls hefur tíu einstaklingum verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina sem varð á Bankastræti Club í síðustu viku og eru gæsluvarðhaldsfangarnir vegna málsins nú sex talsins, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu.

Hann segir rannsókn málsins miða vel, skýrslutökur séu vel á veg komnar og lögregla leiti nú ekki að neinum í tengslum við málið.

Þá hafi þrír verið handteknir vegna hefndarárása þar sem reyk- og eldsprengjum var m.a. kastað í húsnæði.

Varðandi hótanir um yfirvofandi hefndarárás í miðborg Reykjavíkur um helgina, segir Margeir lögreglu ekki telja að það stefni í slíkt. Þá sé fólk ekki hvatt til þess að forðast næturlífið.

„Ég ætla að vona að þessi vitleysa sé búin.“

mbl.is