Gefins klink í Smáralind

Peningaveggur Indó í Smáralind.
Peningaveggur Indó í Smáralind. Ljósmynd/Aðsend

Sparisjóðurinn Indó hefur sett upp vegg af tíu krónu peningum á göngugötu Smáralindar sem viðskiptavinum verslunarmiðstöðvarinnar býðst um helgina að taka og eiga.

Upphæðin á veggnum nemur í heildina 70.000 íslenskum krónum.

Í tilkynningu frá Indó segir að upphæðin sé táknræn en hún standi fyrir þá upphæð sem tveir einstaklingar á heimili geti sparað sér á ári með því að nota debetkort sparisjóðsins.

Indó er nýr sparisjóður sem opnar fyrir almenning í vetur. Yfir 7000 manns eru á biðlista til þess að hefja viðskipti sín við sjóðinn en þúsund manns verða teknir af listanum í hverri viku frá og með næstu viku.

70.000 þúsund krónur í tíköllum eru á vegg Indó.
70.000 þúsund krónur í tíköllum eru á vegg Indó. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is