Hálka og árekstrar á suðvesturhorninu

Frá Hellisheiði. Mynd úr safni.
Frá Hellisheiði. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hálka hefur gert vart við sig á vegum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Bíll fór út af veginum yfir Hellisheiði í austurátt síðdegis í dag og fór lögregla á vettvang slyssins.

Þá varð árekstur tveggja bifreiða í hálku við Suðurfell í Breiðholti á fimmta tímanum í dag.

Alls hefur lögreglu verið tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp, en engin slys á fólki.

Í tilkynningu biður embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu alla vegfarendur um að fara sérstaklega varlega í umferðinni.

Hafist hefur verið handa við að dreifa salti á götur Reykjavíkur.

mbl.is