Heimildirnar reyndust rangar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti í gær upp samkvæmi á Seltjarnarnesinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti í gær upp samkvæmi á Seltjarnarnesinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti í gær upp samkvæmi á Seltjarnarnesi þar sem mikill fjöldi ungs fólks undir tvítugu, á aldrinum 16 til 17 ára, var að skemmta sér og var töluvert mikil ölvun á staðnum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Vísir greinir frá því að lögregla hafi verið kölluð á vettvang þar sem að nokkrir grímuklæddir einstaklingar hafi mætt á samkomuna, sem var bjórkvöld menntskælinga á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn vitna voru mennirnir vopnaðir hnífum og töldu þeir sig eiga eitthvað óuppgert við einn menntaskólanemann sem þar var staddur.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu og var fjölmennt lið sent á vettvang en samkvæmt Vísi tókst lögreglu að skerast í leikinn áður en til alvarlegra átaka kom.

Uppfært: Vís­ir hef­ur nú upp­fært frétt sína og í at­huga­semd rit­stjórn­ar seg­ir að upp­lýs­ing­ar sem Vís­ir taldi eft­ir heim­ild­um sín­um í fyrri út­gáfu frétt­ar­inn­ar hvað grím­ur og hnífa varðar hafi reynst rang­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert