Skjálftahrinunni linnir ekki enn

Kverkfjöll í Vatnajökli í forgrunni. Herðubreið til vinstri í bakgrunni.
Kverkfjöll í Vatnajökli í forgrunni. Herðubreið til vinstri í bakgrunni. mbl.is/RAX

Nærri 80 skjálftar, 2 að stærð eða sterkari, hafa riðið yfir á suðurhluta Norðurgosbeltisins á rúmum mánuði, eða frá því hrina hófst undir Herðubreið laugardaginn 22. október.

Til samanburðar höfðu 17 skjálftar af þessari stærð mælst þar frá áramótum og þar til hrinan hófst.

Um er að ræða svæðið norður af Vatnajökli þar sem meðal annars má finna eldstöðvarnar Öskju og Herðubreið.

Fimm á undanförnum sólarhring

Sex skjálftar á stærðarbilinu hafa riðið yfir í líðandi viku, allir suð-suðvestur af Herðubreið.

Fimm þeirra hafa orðið á undanförnum sólarhring. Stærstur þeirra mældist 2,4 að styrkleika, rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.

Stærsti skjálfti hrinunnar til þessa varð á upphafsdegi hennar. Mældist sá 4,1 að stærð og er sá stærsti sem mælst hefur þar frá því mælingar Veðurstofunnar hófust árið 1991.

Þekkt­asta mó­bergs­fjall Íslands

Ald­urs­grein­ing­ar benda til þess að Herðubreið hafi mynd­ast í eld­gosi und­ir hátt í eitt þúsund metra þykk­um ís­ald­ar­jökli fyr­ir 10-11 þúsund árum. Hraun­in í kring­um fjallið eru nokk­ur þúsund ára göm­ul.

Hraun­hett­an á toppi Herðubreiðar myndaðist þegar gosið náði upp úr jök­ulskild­in­um. Hún er stapi og þekkt­asta mó­bergs­fjall Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina