Enn skelfur Mýrdalsjökull

Mýrdalsjökull skelfur.
Mýrdalsjökull skelfur. mbl.is/RAX

Skjálfti af stærð 3,1 mældist í Mýrdalsjökli klukkan 03.45 í nótt og voru upptök hans á 0,1 km dýpi, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands.

Tveir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið, annar 1,9 að stærð og hinn 0,6 að stærð.

Þá höfðu tveir skjálftar í kringum tvo að stærð riðið yfir skömmu fyrr, einn af stærð 2,1 klukkan 03.41 og annar af stærð 1,9 klukkan 03.42.

mbl.is