Sváfu ölvunarsvefni í stigagangi

Tvær tilkynningar bárust um sofandi einstaklinga í stigagöngum fjölbýlishúsa.
Tvær tilkynningar bárust um sofandi einstaklinga í stigagöngum fjölbýlishúsa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um einstakling sem svaf ölvunarsvefni í stigagangi fjölbýlishúss í hverfi 108 í dag. Var hann vakinn og hélt sína leið. Það sama var uppi á teningnum í Kópavogi og Breiðholti þar sem tilkynnt var um tvo sofandi einstaklinga í sameign fjölbýlishúss. Voru þeir sömuleiðis vaktir og héldu þeir sína leið eftir vakningu lögreglunnar.

Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir þar sem einstaklingur reyndi að opna bifreiðar. Lögregla leitað mannsins en hafði ekki upp á honum. 

Í hverfi 203 var tilkynnt um yfirstandandi innbrot. Var einn handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn mannsins. 

17 ára á 110 km/klst.

Bifreið var stöðvuð eftir hraðamælingu í hverfi 105. Ók hann á 110 km/klst. hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Reyndist ökumaðurinn vera 17 ára gamall og var forráðamanni hans kynnt málið. 

Í sama hverfi var bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu. Ók hann á 112 km/klst. hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Játaði hann brotið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert