Bílvelta í Garðabæ

Bílvelta varð í Garðabæ og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt var um sofandi einstakling í verslun í hverfi 108 í Reykjavík. Hann var vakinn og hélt hann í kjölfarið sína leið.

Lögreglunni barst tilkynning um líkamsárás í hverfi 200 í Kópavogi. Sá grunaði var látinn laus að lokinni skýrslutöku, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helstu tíðindi frá klukkan 17 í gær til 5 í nótt.

Hótaði starfsmönnum

Tilkynnt var um einstakling að hóta starfsmönnum verslunar í miðbænum. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Bifreið var stöðvuð í Árbænum en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Einnig var tilkynnt um umferðaróhapp í sama hverfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina