Fann fokdýran demantshring á ströndinni og grætti þakklátan eiganda

Hringurinn sem Cook fann á ströndinni er um. 40.000 dollara …
Hringurinn sem Cook fann á ströndinni er um. 40.000 dollara virði. Eigandinn, ung kona, hafði týnt honum þegar hún var að leika við börnin sín. Skjáskot úr myndskeiði

Bandaríkjamaðurinn Joseph Cook fann demantshring á dögunum grafinn í sandinn á strönd í Flórída. Hringurinn er tæplega 40.000 dollara virði, eða rúmlega 5.600.000 íslenskra króna. 

Cook, notaði sitt eigið málmleitartæki við leitina, en hann stundar það að leita að týndum munum víðs vegar sér til skemmtunar og deilir myndböndum af því sem hann finnur á TikTok-síðu sinni. Hringurinn fyrrnefndi er þó verðmætasti munurinn sem hann hefur fundið og var hann því staðráðinn í að finna eiganda hans.

Hafði verið að leika við börnin á ströndinni

Cook deildi hringfundinum að sjálfsögðu á samfélagsmiðlinum og fann eigandann, unga konu, sem hafði varla trúað eigin augum þegar hún sá hringinn í dreifingu á samfélagsmiðlum. Hún hafði verið að leika við börnin sín á ströndinni þegar hún uppgötvaði, sér til mikillar skelfingar, að hringurinn var horfinn. Hún var, skiljanlega, ólýsanlega þakklát og átti erfitt með að halda aftur af tárunum.

„Ég trúði virkilega að hann [hringurinn] fyndist en ég hefði aldrei trúað því að nokkur myndi skila honum,“ sagði konan gráti nær í samtali við Cook. 

Hér má sjá þegar hringnum var skilað til eiganda síns:

Hér má sjá myndband Cooks þar sem hann sýnir alla söguna af hringnum:


Good News Network

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert