Katrín og Lilja sitja fyrir svörum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, verða gestir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á miðvikudag. 

Fundarefnið er skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fundurinn hefst kl. 9 og stendur til 10.30. Hann má sjá í beinu streymi á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Á síðasta fundi var Bjarni Benediktsson, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, gestur á fundi nefndarinnar þar sem sama mál var rætt. 

mbl.is