Rekstri fangelsa bjargað með auknum framlögum

Páll Winkel fangelsismálastjóri er ánægður með aukin útgjöld samkvæmt breytingartilögum …
Páll Winkel fangelsismálastjóri er ánægður með aukin útgjöld samkvæmt breytingartilögum við fjárlagafrumvarp til fangelsismála. mbl.is/​Hari

Lagt er til í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp að um 250 millj­ón­um króna verði veitt til fang­els­is­mála í því skyni að efla rekst­ur fang­els­anna. Páll Winkel fangelsismálastjóri kveðst vera ánægður með þessi tíðindi.

„Þetta bjargar rekstrinum hjá okkur og verður þess valdandi að við getum verið áfram með þessi fangelsi öll í notkun á næsta ári,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Eitt skref í einu

Spurður hvort hann telji að með þessu verði hægt að auka getu fangelsa landsins til að taka á móti fleiri föngum segir hann að það þurfi að taka eitt skref í einu.

„Þetta er gott skref, að veita fjármagni í rekstur fangelsanna sem við erum með fyrir. Svo geri ég ráð fyrir því að það verði bara skoðað í framhaldinu. En þetta eru ákaflega góð tíðindi fyrir Fangelsismálastofnun.“

Hann telur að með fjárframlaginu verði hægt að auka öryggi fangaverða.

„Við þurfum að manna fangelsin þannig að öryggi allra sé tryggt. Við teljum okkur geta það með þessu fjárframlagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert