Spáð björtu veðri í dag

Spákortið í hádeginu í dag.
Spákortið í hádeginu í dag. Kort/mbl.is

Í dag er spáð vestlægri átt, yfirleitt 5-13 metrum á sekúndu og björtu veðri en sums staðar verða skúrir eða él á Vesturlandi.

Það verður kólnandi veður og frost 0 til 5 stig í kvöld, en víða frostlaust við ströndina.

Vaxandi austan- og suðaustanátt verður á morgun, 10-18 m/s og rigning síðdegis, en hægari og þurrt norðanlands. Hlýnandi veður og verður hiti á bilinu 1 til 6 stig seinnipartinn.

Óvissustig er enn í gildi vegna skriðuhættu á Austurlandi.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is