Úkraína í brennidepli

Jón Ólafsson og Helga Brekkan stýra verkefninu.
Jón Ólafsson og Helga Brekkan stýra verkefninu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Stríðið í Úkraínu hefur fært landið með skýrum og afdráttarlausum hætti inn í háskólastarf. Slíkt gerist á sviði rannsókna og miðlunar, samræðna og svo viðburða eins og nú verður efnt til,“ segir Jón Ólafsson, prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands. Jón er í forsvari fyrir sérstakt verkefni sem hrundið hefur verið af stað innan HÍ með það fyrir augum að almenningur geti fræðst og aukið þekkingu sína á Úkraínu.

Meðal annars verður fjallað um menningarlíf í landinu, sögu þess, fjölmiðla og stjórnmál. Einnig verður leitast við að koma á tengslum milli háskólasamfélagsins og fólks frá Úkraínu, en í þeim stóra hópi sem þaðan er kominn hingað til lands er að finna fólk með margvíslega reynslu og sérþekkingu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »