Enn fundað í Karphúsinu

Frá fundinum fyrr í dag.
Frá fundinum fyrr í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fulltrúar Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV), Starfsgreinasambandsins (SGS), VR og Samtaka atvinnulífsins (SA) funda enn í Karphúsinu hjá ríkissáttasemjara en fundurinn hófst klukkan tíu í morgun.

Ráðgert var að honum myndi ljúka klukkan sex í dag.

VR sleit viðræðum við SA í síðustu viku en situr fundinn eftir að ríkissáttasemjari boðaði alla deiluaðila aftur að borðinu.

mbl.is