Kjarval seldist á 6,2 milljónir

Uppboðið í Gallerí Fold.
Uppboðið í Gallerí Fold. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls voru 78 listaverk á uppboði í Gallerí Fold í gærkvöldi. Dýrasta verk kvöldsins var Sumarfantasía eftir Jóhannes S. Kjarval en olíumálverkið seldist á 6,2 milljónir króna.

Uppboðshaldarinn Jóhann Ágúst Hansen segir að ekki sé um að ræða met fyrir verk Kjarvals, „en þetta er í hærri kantinum“.

Hann segir að flest verkin hafi selst nálægt verðmati listmunasalans en nefnir þó bronsstyttu eftir Ásmund Sveinsson sem var metin á 650 til 750 þúsund krónur en fór þriðjung yfir mat. Þá fór olíumálverk Nínu Tryggvadóttur fjórðung yfir mat en verðmat verksins var 1,3 til 1,5 milljónir. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert