Ný sjóböð verði segull fyrir túrista

Gullna skeljasandsfjaran í Önundarfirði á að draga til sín ferðafólk …
Gullna skeljasandsfjaran í Önundarfirði á að draga til sín ferðafólk sem vill baða sig í sjónum.

„Þetta er einstök náttúruperla sem kallar á hógværa, sjálfbæra og vandaða nálgun hvað framkvæmdir og rekstur varðar. Þetta er jú fegursti staðurinn í fallegasta firði landsins,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri og einn aðstandenda verkefnis sem snýr að byggingu sjóbaða í landi Þórustaða í Önundarfirði.

Eignarhaldsfélagið Blævængur ehf., í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu, arkitektastofuna Sen&Son, heimafólk og landeigendur hafa kynnt íbúum á Flateyri og í Önundarfirði tillögur að byggingu sjóbaðanna, að því er segir í tilkynningu. Þar kemur fram að næstu skref í þróun verkefnisins séu náttúrufarsgreinng og deiliskipulag svæðisins.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert