Svindla á stóru netsöludögunum

Neytendasamtökin hafa fengið töluverðan fjölda ábendinga um að verslanir hafi …
Neytendasamtökin hafa fengið töluverðan fjölda ábendinga um að verslanir hafi hækkað verð á stóru netsöludögunum undanfarið til þess eins að geta kynnt meiri verðlækkun en ella. Tilkynningum um slík tilvik er beint til Neytenda­stofu en þar lágu ekki fyrir tölur um fjölda tilkynninga í gær. Ljósmynd/Colourbox

„Fólk er teymt hingað og þangað um netið og látið samþykkja hitt og þetta. Því miður eru þessir netbófar að verða færari og færari,“ segir Breki Karlsson, formaður Neyt­enda­samtakanna.

Talsvert hefur borið á því í kringum stóra söludaga í netverslun að undanförnu að fólk verði fórnarlömb svindlara. Breki segir að setið sé fyrir fólki og þeir sem kannski eru óvanir því að stunda viðskipti á netinu séu vitaskuld auðveldari fórnarlömb en hinir.

„Við hvetjum fólk til þess, þegar það fær tilkynningar í tölvupósti eða með sms-i, að kanna hvort slóðin, sem verið er að leiða það inn á, sé sú rétta,“ segir Breki. Hann segir að ekki sé líklegt að umræddir netbófar nái að troða sér inn í sjálf viðskiptin meðan þau eiga sér stað. „En á bak við þau eru oft tölvupóst­samskipti sem þeir komast inn í. Þá geta þeir sent fólk tölvupóst í kjölfar viðskiptanna og sagt að greiðslan hafi ekki gengið í gegn og það verði að greiða á ný.“

Breki bendir á að fyrir skemmstu hafi Neytendasamtökin tekið þátt í átakinu Taktu tvær. Undir því heiti megi finna ýmsan fróðleik sem fólk geti sótt í. „Þessir netbófar leggja snörur sínar fyrir neytendur í kringum þessa stóru daga en við ímyndum okkur að það ástand geti varað fram að jólum. Fólk tapar oft háum fjárhæðum og þarf að sýna sérstaka varúð þegar kemur að því að samþykkja greiðslur.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það sé mat Neytendasamtakanna …
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það sé mat Neytendasamtakanna að neytendur eigi ríkari rétt til endurgreiðslu eftir að hafa lent í netsvindli en bankar vilji meina. „ Ljósmynd/Neytendasamtökin
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert