Þrettán tíma fundi lokið

Fundað var með ríkissáttasemjara í dag.
Fundað var með ríkissáttasemjara í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundi fulltrúa Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV), Starfsgreinasambandsins (SGS), VR og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu hjá ríkissáttasemjara lauk nú rétt fyrir ellefu í kvöld.

Fundurinn stóð yfir í tæplega þrettán klukkutíma en hann hófst klukkan 10 í morgun. Ráðgert var að fundinum myndi ljúka klukkan 18, en svo varð ekki. 

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, vildi ekki tjá sig um stöðu mála en fullvissaði blaðamann um að viðræðum verði haldið áfram á morgun. 

Ekki náðist í formenn verkalýðshreyfingarinnar við gerð fréttarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert