Viðræður þokast lítið

Mikið er um að vera í Karphúsinu um þessar mundir.
Mikið er um að vera í Karphúsinu um þessar mundir. mbl.is/Árni Sæberg

„Tilgangurinn með að mæta er að reyna að ýta þessu eitthvað áfram,“ segir Eiður Stefánsson, varaformaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) og formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri, um væntingar til fundar í kjaraviðræðum LÍV, Starfsgreinasambandsins (SGS) og VR með Samtökum atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara í dag.

„Okkur fannst þetta svolítið rýrt þannig að það þarf að ná að teygja þetta aðeins upp, en það nást samningar á endanum,“ segir Eiður en síðast var fundað á fimmtudag. Eftir þann fund sleit VR viðræðum við SA. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst þó ætla að mæta á fundinn í dag.

„Ríkissáttasemjari vildi boða okkur á fundinn og ég verð að sjálfsögðu við því,“ segir Ragnar. „Efnislega hefur ekkert breyst. Þótt viðræður fari í þennan farveg þá höldum við áfram að reyna. Við erum áfram boðuð á fundi og verkefnið fer ekki frá okkur. Við ætlum að mæta á fundinn á morgun [í dag] og tökum stöðuna eftir þann fund. Við erum á fullu að vinna okkar vinnu.“

Eiður segir að LÍV mæti ekki á fundinn í dag með það að leiðarljósi að slíta viðræðum. „Við mætum bara inn hjá sáttasemjara með það verkefni að loka samningi. Svo verður það bara að koma í ljós hvernig það gengur,“ segir hann.

„Gerðist voðalega lítið“

Stíft var fundað í kjaraviðræðum í gær en meðal annars fundaðu Efling og samflot iðn- og tæknifólks með SA sitt á hvorum fundinum.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði eftir fundinn að viðræður þokuðust lítið áfram og að hann væri hóflega bjartsýnn á framhaldið. „Við sátum við og reyndum að ýta málum áfram en það gerðist voðalega lítið,“ segir hann og bætir við að helst hafi verið rædd áhersluatriði iðn- og tæknifólks sem snúa að kjarasamningsákvæðum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »