Allt að 11 stiga hiti

Spákortið í hádeginu í dag.
Spákortið í hádeginu í dag. Kort/mbl.is

Spáð er suðaustan 8-15 metrum á sekúndu en hvassari vindi í fyrstu. Víða verður rigning, talsverð eða jafnvel mikil úrkoma um tíma sunnan til, en lengst af verður þurrt norðaustan til.

Hiti verður á bilinu 5 til 11 stig, mildast nyrst.

Suðlægari átt verður á morgun og skúrir, en áfram þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 2 til 7 stig.

Í dag er búist við úrhellisrigningu í Mýrdal og undir Vatnajökli, að því er kemur fram í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is