Boðar til opins fundar um Íslandsbankaskýrsluna

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur boðað til opins fundar um skýrslu Ríkisendurskoðunar, um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 2. desember í húsnæði nefndasviðs Alþingis að Austurstræti 8-10. Fundurinn hefst kl. 10.30 og stendur til kl. 12.

Í tilkynningu frá Alþingi segir að gestir fundarins verði eftirtaldir:

  • Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins.
  • Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
  • Óttar Pálsson lögmaður hjá Logos.
  • Maren Albertsdóttir lögmaður hjá Logos.

Segir enn fremur að fundurinn verði opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert